Samantekt um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Í nýrri samantekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins má finna upplýsingar um þjónustu heilsugæslunnar í máli og myndum, þróun hennar og árangur. Aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar hefur verið bætt til muna með nýjungum og breyttu skipulagi, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar starfa nú á öllum heilsugæslustöðvunum 15 og skipulögð heilsuvernd fyrir aldraða er í sókn. Um þetta og margt fleira má lesa um í samantektinni, auk tölfræðiupplýsinga um notkun þjónustunnar og hvernig hún hefur þróast frá ári til árs. Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðsins.