Ráðgjafaþjónusta talmeinafræðings

Gyða E. Bergs

Gyða býður upp á greiningu, ráðgjöf, fræðslu og einstaklingsþjálfun vegna tal- og raddmeina. Einnig veitir hún ráðgjöf og þjálfun vegna kyngingarerfiðleika.

Raddþjálfunin byggist á Lee Silverman Voice Treatment (LSVT®) en Gyða er með réttindi til að nota LSVT® í þjálfun. Gyða starfaði áður á taugasviði Reykjalundar en er nú sjálfstætt starfandi.

Viðtöl fara fram hjá Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði og hjá Talþjálfun Reykjavíkur sem staðsett er í Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi.

Gyða starfar samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og fara greiðslur vegna þjónustunnar eftir gildandi gjaldskrá SÍ hverju sinni. Gjaldskrá SÍ vegna talþjálfunar má nálgast hér.

Það er ekki nauðsynlegt að vera með beiðni til að panta tíma en til þess að fá þjónustuna niðurgreidda þarf að vera með beiðni frá lækni.

Félagsfólk í Parkinsonsamtökunum getur pantað tíma hjá Gyðu í gegnum samtökin með því að fylla út formið hér fyrir neðan. Í framhaldinu verður haft samband og fundinn viðtalstími.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Gerast vildarvinur

Vildarvinir Parkinsonsamtakanna eru þeir sem sem kjósa að styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Stakur styrkur

Með stöku framlagi aðstoðar þú okkur við að veita margvíslega þjónustu eins og að efla fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning.

Gerast félagi

Félagsaðild er opin öllum sem hafa áhuga á starfsemi Parkinsonsamtakanna. Með félagsaðild styður þú starfsemi Parkinsonsamtakanna.

FÁÐU RÁÐGJÖF HJÁ FAGFÓLKI

Ráðgjafar okkar veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk með parkinson, parkinsonskylda sjúkdóma og aðstandendur þess.