Parkinsonsamtökin fengu 6 milljón króna styrk

F.v. Listamennirnir Bjarni Hafþór Helgason og Ingvar Þór Gylfason afhenda Agli Ásdísarsyni og Vilborgu Jónsdóttur styrkinn.

Parkinsonsamtökin fengu í gær úthlutað 6 milljón króna styrk frá listamönnunum sem standa að sýningunni Fuglar hugans. Listamennirnir Bjarni Hafþór Helgason og Ingvar Þór Gylfason færðu Parkinsonsamtökunum gjöfina en Egill Ásdísarson og Vilborg Jónsdóttir tóku við henni fyrir hönd samtakanna. Upphæðinni verður varið í Parkinsonsetrið sem opnar í lok ársins í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Styrkurinn mun koma að góðum notum við uppbyggingu Parkinsonsetursins en sýningin hefur líka skilað Parkinsonsamtökunum og fyrirhuguðu Parkinsonsetri mjög góðri kynningu sem hefur mikla þýðingu.

Hér má sjá umfjöllun Morgunblaðsins um styrkinn.

Sýningin verður opin í Kringlunni við hliðina á Nova til 11. apríl nk. en einnig er hægt að sjá sýninguna í sýndarveruleika: http://bit.do/fuglar-hugans.

Parkinsonsamtökin

Lífsgæðasetur St. Jó
Suðurgata 41
220 Hafnarfjörður

552-4440
parkinsonsamtokin@gmail.com

Kennitala: 461289-1779
Bankanúmer: 111-26-25

Póstlisti