Padel-mót í Danmörku

Parkinson Padelmót verður haldið í Kolding Padel Arena í Kolding í Danmörku dagana 3. –5. maí 2024.

Mótið skiptist í 3 flokka; flokkur fyrir fólk með mikla reynslu af Padel, flokkur fyrir byrjendur eða fólk með litla reynslu af Padel og flokkur fyrir konur. 

Íslenskum leikmönnum er boðið að taka þátt í mótinu og þátttaka er á sanngjörnu verði. Padel er krefjandi íþrótt og hentar ekki öllum en allir áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Parkinsonsamtökin á netfanginu parkinson@parkinson.is til að fá nánari upplýsingar um mótið í Danmörku.