Öskudags – Valentínusar – Parkinsonkaffi

Höldum upp á öskudag, Valentínusardag og njótum lista í Takti

Miðvikudaginn 14. febrúar ber upp á hin gamla góða öskudag og „hinn nýja“ Valentínusdag í ár. Því geta öll sameinast um að halda upp á þann dag á hvorn veginn sem er, eða bara báða í einu eins við ætlum að gera í Takti með samverustund frá kl 14.00 – 15.30.

Við bætist sýning á verkum þeirra sem hafa sótt Leik að litum hjá okkur í vetur og töfrað fram undurfalleg vatnslitaverk sem verða upp um alla veggi og vert er að skoða.

Boðið er upp á kaffi og með því og er skráning nauðsynleg, 500 kr gjald á einstakling, rukkað með posa á staðnum.

Verið hjartanlega velkomin og athugið að það má koma í búning!