Gjöf til minningar um Magnús Sædal

Hjónin Róbert Sædal Svavarsson og Hafdís Gunnlaugsdóttir hjá húsgagnaversluninni Bústoð í Reykjanesbæ veittu Parkinsonsamtökunum og Alzheimersamtökunum minningargjöf en hvort félag fékk 1.000.000 kr.

Gjafirnar eru til minningar um bróður Róberts, Magnús Sædal Svavarsson, sem lést á síðasta ári en hann var byggingastjóri í húsnæði samtakanna á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó. Húsnæðið var gert upp fyrir tilstuðlan Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og var allt gert upp á glæsilegan hátt en Magnús átti mjög stóran þátt í þeirri uppbyggingu. Nýja húsnæðið hefur gjörbreytt starfsemi Parkinsonsamtakanna og Takts þar sem nú er boðið upp á þverfaglega og samfellda endurhæfingu fyrir fólk með Parkinson ásamt stuðningi við aðstandendur.

Myndin var tekin um síðustu helgi þegar fulltrúar Parkinsonsamtakanna og Alzheimersamtakanna tóku á móti minningargjöfunum. Fv.  Hafdís Gunnlaugsdóttir, Vilborg Gestsdóttir ekkja Magnúsar, Vilborg Jónsdóttir formaður Parkinsonsamtakanna, Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna og Róbert Sædal Svavarsson.

Við sendum Róberti og Hafdísi okkar bestu þakkir fyrir stuðning og hlýhug í garð Parkinsonsamtakanna.