Í júlí á ég von á því að flestir séu að taka sumarfrí og verði eitthvað á ferðalögum um landið. Notum ferðirnar til þess að skipuleggja skemmtilega hreyfingu úti í hvaða veðri sem verður í boði.
Æfingar júlí mánaðar eru flestar fyrir kvið og bak. Mikið er af mismunandi planka útgáfum sem hægt er að gera hvar og hvenær sem er.
Plönkunum má bæði skipta niður í smærri einingar og svo hvet ég alla til að taka nokkrar mismunandi útgáfur í hvert skipti.
Ef þið hafið einhverjar óskir eða fyrirspurnir um æfingarpakka sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is.
Kveðja, Sigurður Sölvi sjúkraþjálfari.
Smelltu á hnappinn til að sækja prentvæna útgáfu: