Júlí er mættur og þar með nýtt dagatal með æfingum frá Sigurði Sölva, sjúkraþjálfara hjá Styrk. Við höldum áfram að nýta góða veðrið eins og hægt er en leggjum áherslu á okkar markmið í júlí, hvort sem þau eru stór eða smá.
Til að útskýra betur hvað eigi að skrá í auða dálkinn vinstra megin á dagatalinu eru núna nokkur dæmi um hvernig „Mín markmið“ geta litið út.
Til að vinna enn frekar með markmiðin ykkar tileinkum við föstudaga fyrir markmiðin.