Karlahópur

Karlahópur er vettvangur fyrir karla sem eru greindir með Parkinson til að hittast, kynnast og spjalla saman.

Hópurinn hittist hjá Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. 

Tímarnir eru ætlaðir karlmönnum með parkinson sem eru félagsmenn í Parkinsonsamtökunum.  Nauðsynlegt er að skrá sig í hvern tíma í tímatöflunni.

Til að skrá sig í tíma þarf að hafa aðgang að Abler en hægt er að ná í app í símann sem auðveldar skráningar og gefur fólki góða yfirsýn yfir dagskrána. Nánari upplýsingar um Abler má finna hér. Skráning fer líka fram í gegnum síma 552-4440 (móttaka/skrifstofa).

FÁÐU RÁÐGJÖF HJÁ FAGFÓLKI

Ráðgjafar okkar veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk með parkinson, parkinsonskylda sjúkdóma og aðstandendur þess.