Hvaða máli skiptir þarmaflóran? Fræðsla – Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur

Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur verður með fræðslu þann 12.mars kl 14:00 um mikilvægi þess að vera með heilbrigða þarmaflóru.

Hvernig getum við haft jákvæð áhrif á þarmaflóruna okkar? Hvaða matvæli hafa góð áhrif á þarmaflóruna og hvað er skaðlegt fyrir hana.

Við ætlum að skoða matvörur og smakka drykki sem hafa góð áhrif á þarmaflóruna.

Fræðslan mun fara fram í Lunga, salur á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

Aðgangur er ókeypis en krefst skráningar. Hægt að skrá sig hér fyrir neðan eða hringja í s:552-4440.

Beint streymi hér.

Verið öll hjartanlega velkomin!