Hugmyndafundur Takts fyrir félagsmenn

Hugmyndafundur Takts fyrir félagsmenn

Miðvikudaginn 8. maí í Takti kl 13.00

Hvernig viltu sjá Takt þróast? Hvað vildir þú að væri boðið upp á í Takti?

Félagsmönnum í Parkinsonsamtökunum er boðið á fund til að ræða upplifun fólks af þjónustunni, hvað hefur tekist vel, hvað við getum gert enn betur og hvernig framtíðin í Takti gæti litið út.

Það er mikilvægt að raddir þeirra sem nota þjónustuna heyrist við mótun starfsins í Takti og líka þeirra sem hafa e.t.v. notað þjónustuna minna en gætu hugsað sér það. Hvetjum öll til að mæta sem vilja vera með, léttar veitingar i boði.