Fræðsla um Parkinson fyrir nýgreinda og aðstandendur

Fræðsla um Parkinson fyrir nýgreinda og aðstandendur  verður í  Golfklúbbnum Oddi á Urriðavelli í Garðabæ, miðvikudaginn 15. maí kl. 15:00–17:30

Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna stendur fyrir fræðslu fyrir þau sem eru á fyrstu stigum sjúkdómsins, hafa fengið greiningu nýlega eða telja sig hafa þörf fyrir fræðslu um Parkinson sjúkdóminn, meðferð hans og endurhæfingu.

Fyrirlesarar verða:

  • Anna Björnsdóttir taugalæknir
  • Andri Þór Sigurgeirsson sjúkraþjálfari
  • Gyða Elín Bergs talmeinafræðingur
  • Ágústa Kristín Andersen hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Takts

 

Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 5.000 kr. fyrir aðra, greitt með posa á staðnum. Allir sem telja sig eiga erindi eru hvattir til að mæta, og athugið skráning er nauðsynleg.