Þó að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár er samt hægt að láta gott af sér leiða.
Þú getur skráð þig til leiks á www.rmi.is og hlaupið/skokkað/gengið þína leið á tímabilinu 15.-25. ágúst og safnað áheitum fyrir Parkinsonsamtökin í leiðinni. Það kostar ekkert að taka þátt og söfnunin stendur til 26. ágúst. Það væri gaman ef þú gætir póstað mynd af þínu hlaupi eða æfingum á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #parkinsonsamtokin og #mittmarathon.
Hér er hægt að heita á þá sem hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin.
Reykjavíkurmaraþonið hefur verið afar mikilvæg fjáröflun fyrir Parkinsonsamtökin á undanförnum árum og við erum svo þakklát fyrir allt fólkið sem hefur hlaupið fyrir okkur og safnað áheitum. Takk fyrir stuðninginn!