Framboð í stjórn Parkinsonsamtakanna

Parkinsonsamtökin óska eftir félagsmönnum í framboð í stjórn samtakanna. Samkvæmt lögum Parkinsonsamtakanna hafa kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi Parkinsonsamtakanna þeir félagsmenn sem eru skuldlausir um gjaldfallin félagsgjöld við samtökin og eru orðnir 18 ára á degi aðalfundar.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn samtakanna eru beðnir um að hafa samband við Ernu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra  á netfanginu erna[hjá]parkinson.is eða í s. 552-4440.