Fræðslufundur 15. feb: Parkinson, félagsleg virkni og stuðningur

Opinn fræðslufundur og kaffispjall verður þriðjudaginn 15. febrúar kl. 14:00 í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju (sjá kort).

María Rúnarsdóttir félagsráðgjafi heldur erindið Parkinson, félagsleg virkni og stuðningur. Boðið verður upp á kaffi og spjall eftir fundinn.

Þátttakendur eru beðnir um að huga vel að persónubundnum sóttvörnum. Salurinn er stór og auðvelt að halda góðu bili á milli gesta en skv. sóttvarnarreglum er grímuskylda eða 1m fjarlægðarmörk milli einstaklinga.

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum en til að auðvelda skipulagið eru þátttakendur beðnir um að skrá sig á forminu hér fyrir neðan.

Uppfært: Skráningu er lokið.