Fræðslufundur á netinu: Lewy body og parkinson heilabilun

Þriðjudaginn 16. mars kl. 19 verður fræðslufundur um Lewy Body og Parkinson heilabilun. Fundurinn er sameiginlegur viðburður Parkinsonsamtakanna og Alzheimersamtakanna.
 
Fyrirlesari: David Shprecher, forstöðumaður Movement Disorder Center, Banner Sun Health Research Institute í Arizona.
Fundarstjóri: Anna Björnsdóttir, taugalæknir.
Fundurinn er á ensku.
 

David Shprecher er forstöðumaður Movement Disorder Center, Banner Sun Health Research Institute í Arizona, dósent við háskólann í Arizona- Phoenix og aðjúnkt við taugalækningadeild háskólans í Utah.
David Shprecher hóf störf hjá Banner Health árið 2015 en áður hafði hann unnið að klínískum rannsóknum á hreyfitruflunum í tengslum við Tourette og Huntington. Hann er innblásinn af persónulegri reynslu þar sem hann er sjálfur greindur með Tourette. Hann er sérfræðingur í hreyfitruflunum og hefur helgað starfsferil sinn að því að bæta meðferðarúrræði og lífsgæði sjúklinga með hreyfiraskanir. Hann hefur starfað lengi við klínískar rannsóknir á hreyfitruflunum og miðast rannsóknir hans við að stytta greiningaferlið og mæla lífmerki (e. biomarkers) fyrir REM svefnröskun, sem er helsti klíníski áhættuþátturinn sem þekktur er í parkinson og Lewy Body heilabilun. Lokamarkmið þessarar vinnu miðar að því að tefja eða koma í veg fyrir þessa sjúkdóma að öllu leyti.