Flügger málning – Afsláttur fyrir félagsmenn

Allir sem versla hjá málningaverslunum Függer geta fengið í það minnsta 20% afslátt (í desember 2023 verður afslátturinn 30%) í gegnum Parkinsonsamtökin.

Svona virkar þetta

Þú getur keypt vörur í gegnum staðgreiðslureikning Parkinsonsamtakanna og færð að minnsta kosti 20% afslátt af hilluverði í næstu verslun Flügger.  Afsláttur gildir af öllum Flügger vörum.

Flügger greiðir Parkinsonsamtökunum árlega styrktargreiðslu sem er að minnsta kosti 5% af veltu staðgreiðslureikningsins yfir almanaksárið.

Hvernig versla ég?

Finndu vörurnar sem þú þarft í næstu verslun Flügger. Ef þú ert óviss um það hvaða vörur þú þarft í verkið aðstoðar starfsfólk okkar þig við að finna hvað þig vantar. Þegar þú kaupir þá skaltu taka fram að þú viljir styrkja Parkinsonsamtökin og færð a.m.k. 20% afslátt af kaupunum þínum.