Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskyldufræðingur, aðstoðar félagsmenn við réttindamál og býður upp á fjölskylduviðtöl. Viðtöl ná bæði til einstaklinga og til allrar fjölskyldunnar eftir því sem við á hverju sinni. Þegar langvarandi veikindi koma upp hefur það áhrif á alla fjölskylduna og því getur verið gott að eiga samtal við ráðgjafa og fara í sameiningu yfir málin. Reynslan sýnir að góð yfirsýn yfir þau réttindi sem hægt er að leita í, geta létt undir álagi, veitt öryggi og auðveldað daglegt líf.
Viðtöl byggja bæði á aðstoð og stuðning við réttindamál og samtalsmeðferð.
Viðtal við ráðgjafa eru niðurgreidd af samtökunum og kostar því aðeins 3.500 kr.
Öryggi og vellíðan er undirstaða þess að vel fari og eflir heilsuna.
Hægt er að panta tíma með því að fylla út formið hér fyrir neðan og þá hefur Gunnhildur Heiða samband.
SKRÁNING:
[ninja_form id=97]