Okkar allra besti Einar Guttormsson hefur tekið þá áskorun að hjóla 10.000 km á árinu fyrir Parkinsonsamtökin. Einar greindist með parkinson fyrir 4 árum og tók strax þá ákvörðun að hreyfa sig til að vinna á móti parkinsoneinkennunum. Síðan þá hefur hann verið óstöðvandi á hjólinu en á þessu ári er hann búinn með rúmlega 9.000 km og ætlar að klára heila 10.000 km fyrir árslok.
Þetta er ekkert auðvelt, hann þarf að hjóla heilt maraþon á hverjum einasta degi desembermánaðar til að klára áskorunina. Fyrstu dagana í desember hefur hann hjólað talsvert meira, allt upp í 100 km á dag til að eiga eitthvað frí yfir jólin. Einar vill með þessu leggja góðu málefni lið og er að safna áheitum fyrir Parkinsonsamtökin. Hægt er að sýna Einar stuðning með áheiti beint inn á reikning Parkinsonsamtakanna:
Rnr. 111-26-25
Kt. 461289-1779
Einar hefur verið virkur í starfi Parkinsonsamtakanna og við höfum fengið að njóta krafta hans því hann hefur verið í stjórn samtakanna undanfarin ár. Nánari upplýsingar um Einar og áheitasöfnunina má finna í viðtali við Einar á mbl.is.
Takk kæri Einar fyrir þitt einstaka framtak og stuðninginn við Parkinsonsamtökin.