Borðtennis fös. 25. febrúar

Borðtennis hefur notið mikilla vinsælda í endurhæfingu parkinsongreindra um allan heim. Parkinsonsamtökin ætla að bjóða upp á borðtennis fyrir félagsfólk í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði (sjá kort).
 
Borðtennis verður föstudaginn 25. febrúar kl. 11:00-12:00 þar sem þjálfari mun leiðbeina þátttakendum. Hentar bæði fyrir byrjendur sem lengra komna.
 
Borðtennisspaðar og kúlur eru á staðnum en þátttakendur eru beðnir um að koma með innanhúss íþróttaskó og vatnsbrúsa.
 
Þátttakendur eru beðnir um að huga vel að persónubundnum sóttvörnum.
Engin skráning og aðgangur ókeypis fyrir félagsfólk í Parkinsonsamtökunum.