Aðalfundur Parkinsonsamtakanna 2024

Fundarboð

Aðalfundur Parkinsonsamtakanna 2024 verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl kl. 16:00 í fundarsalnum Lunga á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. 

DAGSKRÁ
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar um starf samtakanna á liðnu ári lögð fram.
  3. Skýrsla Takts um starfsemina kynnt.
  4. Reikningar samtakanna lagðir fram til samþykktar.
  5. Umræður og afgreiðsla skýrslu stjórnar og reikninga.
  6. Fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar.
  7. Ákvörðun um árgjöld og umsýslugjald deilda.
  8. Lagabreytingar.
  9. Inntaka nýrra deilda.
  10. Stjórnarkjör.
  11. Kjör 2ja skoðunarmanna reikninga.
  12. Kjör 3ja manna í laganefnd.
  13. Önnur mál.

Framboð í stjórn og nefndir óskast send með tölvupósti á netfangið parkinson@parkinson.is.

Boðið verður upp á kaffiveitingar á fundinum. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.