Fundarboð
Aðalfundur Parkinsonsamtakanna 2024 verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl kl. 16:00 í fundarsalnum Lunga á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.
DAGSKRÁ
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar um starf samtakanna á liðnu ári lögð fram.
- Skýrsla Takts um starfsemina kynnt.
- Reikningar samtakanna lagðir fram til samþykktar.
- Umræður og afgreiðsla skýrslu stjórnar og reikninga.
- Fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar.
- Ákvörðun um árgjöld og umsýslugjald deilda.
- Lagabreytingar.
- Inntaka nýrra deilda.
- Stjórnarkjör.
- Kjör 2ja skoðunarmanna reikninga.
- Kjör 3ja manna í laganefnd.
- Önnur mál.
Framboð í stjórn og nefndir óskast send með tölvupósti á netfangið parkinson@parkinson.is.
Boðið verður upp á kaffiveitingar á fundinum. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.