Parkinsonsamtökin halda garðpartý miðvikudaginn 5. júní kl. 15-17 í garðinum hjá Önnu Rósu og Kidda í Skólagerði 13 í Kópavogi. Þetta er Pálínuboð þar sem allir koma með eitthvað á veisluborðið en Parkinsonsamtökin sjá um kaffi og gos. Þar sem þetta er haldið úti í garði er gott að klæða sig eftir veðri. Fögnum saman sumri og hittumst í garðinum!