Haustkaffi 24. september

Haustkaffi Parkinsonsamtakanna verður haldið þriðjudaginn 24. september kl. 14:00 hjá Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.

Við ætlum að fagna haustinu og eiga notalega samveru.

Boðið er upp á kaffi og með því og er skráning nauðsynleg. Verð er 500 kr. á mann og það verður posi á staðnum. Skráning fer fram í gegnum Abler eða með því að hringja í s. 552-4440.

Viðburðurinn er öllum opinn, félagsmönnum og aðstandendum.
Verið hjartanlega velkomin.