Syngjum saman í Takti

Samsöngur hefur verið á dagskrá í Takti á fimmtudögum kl. 11 og við munum halda því áfram með aðeins breyttu fyrirkomulagi. Nú ætlar Ragnheiður Haraldsdóttir að sjá um sönginn ásamt gestaspilurum. Ragnheiður er tónmenntakennari sem spilar bæði á píanó og harmonikku. Hún hefur kennt tónmennt í grunnskóla auk þess að kenna tónfræði og flautuleik í Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins.

Við bjóðum Ragnheiði velkomna í Takt og þökkum Kristjönu, sem hefur séð um sönginn í haust, fyrir góðar samverustundir.

Verið öll velkomin í samsöng í Takti á fimmtudögum kl. 13 í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Makar eru velkomnir með : )

Umsjón með söng:

  • 10. nóvember: Ragnheiður
  • 17. nóvember: Benedikt
  • 24. nóvember: Ragnheiður
  • 1. desember: Benedikt
  • 8. desember: Ragnheiður
  • 15. desember: Heiða og Inga Margrét