Opinn fræðslufundur og kaffispjall verður mánudaginn 28. febrúar kl. 14:00-15:30 í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju (sjá kort).
Soffía Bæringsdóttir fjölskylduráðgjafi heldur erindið Parkinson og fjölskyldan. Erindið fjallar um samskipti innan fjölskyldunnar, praktísk ráð til að ræða málin, leiðir til að sporna við álagi og hvernig fjölskyldan í sameiningu getur tekist á við þær áskoranir sem fylgja parkinsonsjúkdómnum. Eftir fundinn verður upp á kaffi og kókosbollur í tilefni af bolludegi 🙂
Þátttakendur eru beðnir um að huga vel að persónubundnum sóttvörnum en salurinn er stór og auðvelt að halda góðu bili á milli gesta.
Engin skráning, aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Verið velkomin.