Bryndís Tómasdóttir, heiðursfélagi í Parkinsonsamtökunum, lést þann 11. maí sl. Hún var einn af stofnendum Parkinsonsamtakanna og sat í stjórn samtakanna um árabil og sinnti trúnaðarstörfum fyrir samtökin. Bryndís var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004 fyrir störf í þágu Parkinsonsamtakanna.
Við minnumst Bryndísar með miklum hlýhug og sendum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur.