SÍBS og Vesen og vergangur standa fyrir ókeypis gönguáskorun á höfuðborgarsvæðinu nú í byrjun sumars. Þátttakan hjálpar fólki að gera göngur að daglegri venju, efla líkamlegan og andlegan styrk og kynnast skemmtilegu fólki.
Við hvetjum félagsmenn í Parkinsonsamtökunum til að taka þátt í þessari flottu áskorun og koma göngu og hreyfingu inn í daglega rútínu.
Nánari upplýsingar og dagskrá á heimasíðu SÍBS.