Allir hjóla er nýtt verkefni sem gefum öllum tækifæri til að njóta þess að hjóla.
Allir hjóla er reiðhjólamiðstöð fyrir fólk með alls konar hreyfigetu í samvinnu við Hjálpartækjamiðstöð Sjálfsbjargar að Hátúni 12, 105 Reykjavík, sjá kort. Frá Hátúni eru frábærar hjólaleiðir um allt Höfuðborgarsvæðið.
Hér er myndband sem sýnir hjólin sem við bjóðum til notkunar: Allir hjóla hjólin
Hvetjum alla til þátttöku, sjálfboðaliðar velkomnir til starfa.
Nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða senda töluvpóst á allirhjola@gmail.com.
Um reiðhjólamiðstöðina Allir hjóla.
Við erum 6 einstaklingar sem hvert og eitt okkar höfum á undanförnum árum nýtt okkur hjólreiðar til heilsueflingar, samgangna og til ánægju og viljum við gera fleirum mögulegt að gera slíkt hið sama. Við höfum í því skyni stofnað til verkefnisins „Allir hjóla“. Hvatinn er sameiginleg sannfæring okkar um að það megi gera fleirum kleift að kynnast hjólreiðum með stofnun hjólamiðstöðva. Hjólamiðstöð mætti líkja við sundlaugar þar sem við þekkjum að hver og einn ástundar sund á eigin forsendum og hentugleika án þess að eiga sundlaug.
Fötlun og sjúkdómar gera mörgum erfitt fyrir að hjóla á hefðbundnum reiðhjólum, en það þarf ekki að vera þeim ómögulegt gefist þeim kostur á sérútbúnum reiðhjólum. Kostnaður vegna sérútbúinna reiðhjóla veldur því að þau eru ekki almennur kostur. Slík reiðhjól eru auk þess það fyrirferðamikil að fæstir hafa kost á því að hýsa þau. Hjólamiðstöð þar sem hægt er að leigja eða fá lánað reiðhjól sem henta hverjum og einum svo þeir komist í hjólatúra teljum við vera þá lausn sem til þarf.