Vilborg Jónsdóttir og Atli Þór Þorvaldsson eru fulltrúar Íslands og Parkinsonsamtakanna á World Table Tennis for Health Festival (WTT4H) sem haldið er í Helsingborg 26.–30. nóvember. Á mótinu keppir fólk með Parkinson í borðtennis og keppa Vilborg og Atli Þór bæði í einliðaleik og tvenndarleik. Þau hafa æft af kappi fyrir mótið og mæta vel undirbúin til leiks.
Vilborg tók einnig þátt í upphitunarmóti fyrr í vikunni og lenti í þriðja sæti ásamt Evu-Lenu frá Svíþjóð sem er glæsilegur árangur.
Við óskum þeim góðs gengis og góðrar skemmtunar á mótinu.
Heimasíða mótsins:
https://www.ittffoundation.org/programmes/tt4health/world-tt4health-festival
Myndir frá mótinu:
https://www.flickr.com/…/54945048244/in/photostream/