
Við fögnum útgáfu fræðsluritsins Máttur næringar í Parkinsonsjúkdómi sem fjallar um mikilvægi næringar fyrir einstaklinga með Parkinsonsjúkdóm og hvernig mataræði getur haft áhrif á einkenni og lífsgæði þeirra.
Bæklingurinn er skrifaður af Guðlaugu Gísladóttur, næringarfræðingi, með formála eftir Völu Kolbrúnu Pálmadóttur, taugalækni og er hannaður af Dagnýju Reykjalín hjá Blek hönnun.
Útgáfuhófið verður haldið þriðjudaginn 18. mars kl. 14–15 í Lífsgæðasetri St. Jó, 3. hæð.
- Hægt að nálgast eintak af bæklingnum
- Léttar veitingar í boði
- Félagsmenn, aðstandendur, fagfólk og aðrir velunnarar hjartanlega velkomnir
Hlökkum til að sjá ykkur!