Upphitun fyrir Reykjavíkurmaraþon lau. 31. maí

Vertu með í Upphitun fyrir Reykjavíkumaraþonið, fáðu góð ráð frá hlaupaþjálfara og hreyfðu þig með okkur í Skátalundi við Hvaleyrarvatn!

Við bjóðum alla hlaupara, félagsmenn og aðstandendur hjartanlega velkomin á skemmtilegan viðburð í tilefni af Reykjavíkurmaraþoninu – laugardaginn 31. maí kl. 10:00.

Arnar Pétursson, landsliðshlaupari og reyndur hlaupaþjálfari, heldur fræðslufyrirlestur um undirbúning fyrir götuhlaup og leiðir létta æfingu með nytsamlegum ráðum fyrir hlaupadaginn.

Hlaupið eða gengið verður í kringum Hvaleyrarvatn – hver hringur er 2,2 km og þátttakendur velja sjálfir hversu marga hringi þeir vilja fara.

Eftir æfinguna verður boðið upp á léttar veitingar og góða stemmningu.

Við hvetjum sérstaklega alla sem ætla að hlaupa fyrir samtökin, sem og félagsmenn og fjölskyldur, til að mæta og njóta dagsins saman með okkur.

Hvar: Skátalundur við Hvaleyrarvatn
Hvenær: Laugardagurinn 31. maí kl. 10:00
Fyrir hverja: Allir velkomnir – hlauparar, félagsmenn, aðstandendur og fjölskyldur
Verð: Ókeypis
Skráning er nauðsynleg – fylltu út skráningarformið hér að neðan
Facebook viðburður – fylgstu með upplýsingum um þenna viðburð á Facebook

Sjáumst í Skátalundi!

SKRÁNING Á UPPHITUN FYRIR REYKJAVÍKURMARAÞON