TAKK allir!

 

Takk allir sem hlupu! Takk allir sem styrktu gott málefni! Takk allir sem komu að hvetja! Takk!
 
Takk fyrir frábæran hlaupadag á laugardaginn. Dagurinn tókst virkilega vel í alla staði og við erum ánægð og þakklát fyrir allan stuðninginn, hlýjuna og gleðina❤️
 Áheitasöfnuninni er lokið og heildarupphæðin er: 6.366.714 kr. sem er langhæsta upphæðin sem hefur safnast fyrir Parkinsonsamtökin í Reykjavíkurmaraþoninu – rúmlega 2.000.000 kr. hærri upphæð en safnaðist í fyrra sem er ótrúlegur árangur í áheitasöfnun!
 
Við sendum okkar bestu þakkir til allra sem tóku þátt með því að hlaupa, styrkja og hvetja. Myndir frá hvatningarstöðinni má finna í möppunni Maraþon 2024 á Instagram síðu Parkinsonsamtakanna.