Stuðningur þinn er mikilvægur fyrir starfsemi Parkinsonsamtakanna sem byggir á framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Leggðu okkur lið og hjálpaðu okkur við að efla starfsemi Parkinsonsamtakanna.
Vildarvinir Parkinsonsamtakanna eru þeir sem sem kjósa að styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali. Vildarvinir eru ómetanlegir stuðningsaðilar sem hjálpa okkur að veita margvíslega þjónustu eins og fræðslu, ráðgjöf og stuðning.
Með stöku framlagi aðstoðar þú okkur við að veita margvíslega þjónustu eins og að efla fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning. Hægt er að styrkja með greiðslukortafærslu eða millifærslu í banka.
Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu?
Þeir sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu geta safnað áheitum til styrktar Parkinsonsamtökunum. Maraþonið hefur verið gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir Parkinsonsamtökin undanfarin ár.