Skráning í endurhæfingu í Takti
Taktur endurhæfing er fyrir einstaklinga sem hafa verið greindir með Parkinson eða skylda sjúkdóma og eru á fyrri stigum sjúkdómsins. Best er að hefja endurhæfingu sem fyrst eftir greiningu til að viðhalda færni og hægja á framgangi sjúkdómsins.
Ekki er þörf á tilvísun frá lækni til að nýta þjónustu Takts. Markmið endurhæfingarinnar er að draga úr einkennum og hægja á framgangi sjúkdómsins með sérhæfðri sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, raddþjálfun, fræðslu, ráðgjöf og stuðningi.
Eftir að skráning hefur verið móttekin er haft samband og boðið í viðtal þar sem þjónustan er kynnt og metið hvaða þjónustuþættir henta best hverjum og einum. Í kjölfarið er endurhæfingaráætlun sett saman í samráði við viðkomandi, með tilliti til þarfa, markmiða og þeirra úrræða sem eru í boði hverju sinni.