Stundaskrá - Vorönn 2025

Ath! Það er nauðsynlegt að skrá sig í alla tíma í Abler-appinu til að tryggja sér pláss í tímunum. Allir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum geta skráð sig í opna tíma sem eru merktir með stjörnu í stundaskránni. Hins vegar er forsenda þess að skrá sig í aðra tíma sú að vera skráð(ur) í þjónustu hjá Takti. Ef þú hefur ekki aðgang að Abler, vinsamlegast hafðu samband við okkur með tölvupósti á parkinson@parkinson.is eða með því að hringja í síma 552-4440 og við aðstoðum þig við skráningu.
Nánari upplýsingar um tímana
Hádegismatur
Léttur hádegismatur í boði. Verð: 1.000 kr. og posi er á staðnum. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig í matinn fyrirfram.
Fyrir fólk sem er skráð í þjónustu hjá Takti.
Jóga
Liðkandi æfingar fyrir líkamann og slökun til að róa hugann. Æfingarnar eru gerðar standandi, sitjandi eða liggjandi. Þykk jógadýna er til staðar á staðnum en gott er að mæta í þægilegum fatnaði.
Fyrir fólk sem er skráð í þjónustu hjá Takti.
Karlahópur*
Jafningjastuðningshópur fyrir menn með Parkinson.
Fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum.
Kleinukaffi* / Þemakaffi*
Kleinukaffi er kaffihittingur sem haldinn er fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði, og aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn. Nokkrum sinnum á ári er þemakaffi eins og Páskakaffi, Öskudagskaffi eða Hrekkjavökukaffi, sem er auglýst sérstaklega. Þá er meira lagt í veitingar og skreytingar og verðið er 1.500 kr. á mann.
Fyrir fólk með Parkinson og aðstandendur þeirra.
Konuhópur*
Jafningjastuðningshópur fyrir konur með Parkinson. Allar konur eru hjartanlega velkomnar.
Fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum.
Leikfimi
Fjölbreyttar æfingar sem eru gerðar ýmist standandi eða sitjandi.
Fyrir fólk sem er skráð í þjónustu hjá Takti.
Leikur að litum
Vatnslitamálun fyrir byrjendur og lengra komna. Myndlistarkennari leiðbeinir og hefur umsjón með tímunum. Allt sem þarf, eins og litir, penslar og blöð, er til staðar á staðnum.
Fyrir fólk sem er skráð í þjónustu hjá Takti.
Opin vinnustofa
Fjölbreytt iðja þar sem þátttakendur geta komið með eigin handavinnu eða valið úr þeim verkefnum sem eru í boði hverju sinni.
Fyrir fólk sem er skráð í þjónustu hjá Takti.
Opinn tækjasalur og ýmis hreyfing
Tækjasalur opin í bland við ýmislegt, ss Boccia og fl.
Fyrir fólk sem er skráð í þjónustu hjá Takti.
Raddæfingar
Hópþjálfun sem felur í sér raddæfingar til að styrkja röddina og viðhalda góðum raddstyrk.
Fyrir fólk sem er skráð í þjónustu hjá Takti.
Samsöngur*
Söngstund þar sem lögð er áhersla á að styrkja röddina með söng og njóta samverunnar. Engar kröfur eru gerðar um sönggetu eða kunnáttu, allir geta tekið þátt.
Fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum.
Slökun
Slökun með ljúfri tónlist í þægilegum hægindastólum í hvíldarherberginu Kyrrð.
Fyrir fólk sem er skráð í þjónustu hjá Takti.
Handavax og heitir bakstrar
Hitameðferð með vaxi sem mýkir liðina. Á meðan vaxið vinnur á höndunum, er slakað á í þægilegum hægindastólum í um það bil 20–30 mínútur.
Fyrir fólk sem er skráð í þjónustu hjá Takti.
Stuðningshópur fyrir fólk með Parkinson*
Jafningjastuðningshópur fyrir einstaklinga sem hafa verið greindir með Parkinson. Hjúkrunarfræðingur stýrir umræðum og veitir svör við spurningum um sjúkdóminn. Hópurinn kemur saman fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.
Fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum.
Stuðningshópur fyrir maka*
Jafningjastuðningshópur fyrir maka einstaklinga með Parkinson. Félagsráðgjafi stýrir umræðum og veitir stuðning og ráðgjöf.
Fyrir maka sem eru félagsmenn í Parkinsonsamtökunum.
* Stjörnumerktir tímar eru opnir fyrir alla félagsmenn í Parkinsonsamtökunum.
Aðrir tímar í stundatöflu er fyrir fólk sem er skráð í endurhæfingu hjá Takti.