Skref sem skipta máli í Reykjavíkurmaraþoninu

Margir öflugir hlauparar ætla í ár að láta skrefin skipta máli og safna áheitum til styrktar Parkinsonsamtökunum í Reykjavíkurmaraþoninu laugardaginn 23. ágúst.
Á áheitasíðu Parkinsonsamtakanna getur þú séð listann yfir alla sem hlaupa fyrir samtökin, smellt áheiti á hlaupara og stutt þessa mikilvægu fjáröflun fyrir samtökin: Smelltu hér til að heita á hlaupara

Opið hús fyrir hlauparana okkar

Við bjóðum öllum sem hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin velkomna í opið hús fimmtudaginn 21. ágúst kl. 16–18 í húsnæði okkar á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó (gamli St. Jósepsspítali), Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

  • Kl. 17: Arnar Pétursson, margfaldur Íslandsmeistari í götuhlaupum, heldur stutt erindi og deilir góðum ráðum fyrir hlaupið.
  • Afhending á bolum og glaðningi fyrir hlauparana okkar
  • Léttar veitingar í boði
  • Tækifæri til að hitta starfsfólk samtakanna og kynna sér starfsemina
  • Aðstandendur, vinir og allir félagsmenn eru að sjálfsögðu velkomnir

Hvatningarstöð á maraþondeginum

Parkinsonsamtökin verða með hvatningarstöð við Sundlaug Seltjarnarness á hlaupadaginn, laugardaginn 23. ágúst frá kl. 8:30 en nauðsynlegt er að mæta snemma þar umferð gengur hægt út af hlaupinu. Bílastæði eru alveg við hvatningarstöðina en til að komast að sundlauginni þarf að keyra vestur um Nesveg sem er einstefna út af hlaupinu og til baka er hægt að keyra Eiðsgranda að Hringbraut.
Við hvetjum alla félagsmenn og velunnara til að mæta, taka þátt í gleðinni með okkur og hvetja hlauparana áfram. Við bjóðum upp á hressingu, tónlist og mikið stuð fyrir þau sem mæta á hvatningarstöðina.

Kærar þakkir til allra sem hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin og styrkja samtökin með áheitum. Stuðningurinnn er okkur svo sannarlega mikils virði! ❤️