Skemmtiferð 2024 – kynning í karlakaffi 19/3

Snorri Már Snorrason félagi okkar og handhafi Lýðheilsuverðlauna 2023 hefur sett sér markmið fyrir þetta ár en Skemmtiferðin er að þessu sinni samvinnuverkefni sem allir geta tekið þátt í.

Takmarkið er að safna kílómetrum í hreyfingu – hvort sem það er hjól, ganga, hlaup eða sund – og leggja í púkkið þangað til að 12.949 km er náð, en það er lengd alls vegakerfis Íslands hvorki meira né minna.

Snorri leggur í hann, en söfnunin fer mest fram á „trainer“ hjóli eða göngubretti og tilvalið fyrir þjálfunarstöðvar að gefa samanlagða vegalengd sem farin er hjá þeim, en einstaklingar geta að sjálfsögðu lagt til líka. Snorri setur þó þá reglu að engin einstaklingur má senda inn nema tvöfalda þá vegalengd sem hann fór síðast.

Snorri og Einar Guttormsson ætla að kynna Skemmtiferðina nánar í karlakaffi í Takti,  þriðjudaginn 19. mars Kl 13.00, og frekari kynning á verkefninu mun líka birtast á vegum Takts í framhaldinu.