Áhugasamir hafið samband við Andra sjúkraþjálfara í tölvupósti; andri@parkinson.is
Sæl verið þið,
Parkinson er sjúkdómur sem hægt er að hafa mikil áhrif á með hreyfingu og réttum æfingum sem er það sem sjúkraþjálfarar eiga að kenna og byggir á góðri þekkingu þeirra.
Ég hef haft þau forréttindi að sinna fólki með Parkinson í um 20 ár og menntað mig á því sviði og hef lært margt á þeim tíma.
Þar sem ég hef þurft að hverfa frá störfum sem klínískur sjúkraþjálfari, amk í bili, hef ég hug á að deila þekkingu minni með það að markmiði að fólk með Parkinson fái sem besta þjónustu.
Ég mun gera það með því að búa til námskeið fyrir sjúkraþjálfara sem innihalda fræðsluefni um helstu og nýjustu rannsóknir, með dæmum um rétta þjálfun, svo það verði sem gagnlegast.
Þess vegna vantar mig sjálfboðaliða með Parkinson sem eru tilbúnir að taka þátt í myndbandsupptökum. Við munum gera saman ýmsar æfingar og þrautir undir minni leiðsögn.
Allt verður þetta á þægilegum nótum og þú ert alltaf velkomin/n að neita að gera einstakar þrautir án skýringa.
Upptökur fara fram í Takti sjúkraþjálfun, Lífsgæðasetri í St Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði, á tíma sem hentar þér í samráði við mig. Upptökurnar munu taka 15-60 mín eftir því hvað hver getur. Ef sjálfboðaliðar óska eftir því verða andlit þeirra þokuð í myndböndunum.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni eða ert með spurningar, vinsamlegast sendu mér tölvupóst með nafni og símanúmeri á andri@parkinson.is og mun ég þá hringja í þig.
Með fyrirfram þökk,
Andri Þór Sigurgeirsson
Sjúkraþjálfari, sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun M.Sc.