Gerast félagi
Við erum hér fyrir þig!
Starfsemi
Parkinsonsamtökin á Íslandi voru stofnuð 3. desember 1983. Tilgangur samtakanna er að stuðla að auknum lífsgæðum fyrir fólk með parkinsonsjúkdóm, parkinsonskylda sjúkdóma og fjölskyldur þeirra með því m.a. að:
- Þau fái þá heilbrigðisþjónustu og félagslegu aðstoð sem nauðsynleg er.
 - Standa vörð um réttindi og hagsmuni.
 - Veita fræðslu og miðla upplýsingum.
 - Vera vettvangur umræðu fyrir félagsfólk til gagnkvæms stuðnings.
 - Stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á sjúkdómnum og möguleikum á meðferð við honum.
 - Halda reglulega félagsfundi til skemmtunar og fræðslu.
 
Parkinsonsamtökin starfa um land allt en Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis starfar á Norðurlandi.
Parkinsonsamtökin reka Takt endurhæfingu Parkinsonsamtakanna þar sem boðið er upp á faglega og samfellda endurhæfingu fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma og stuðning fyrir aðstandendur.
Parkinsonsamtökin og Taktur eru til húsa í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Hægt er að hafa samband við skrifstofuna í s. 552-4440 eða á netfangið: parkinson@parkinson.is.
Starfsfólk
- Alma Ýr Þorbergsdóttir, aðstoðarmaður iðjuþjálfa
 - Ágústa Kristín Andersen, forstöðumaður Takts endurhæfingar
 - Bjarkey Heiðarsdóttir, iðjuþjálfi
 - Elísabet Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi
 - Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinsonsamtakanna
 - Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur
 - Gyða E. Bergs, talmeinafræðingur
 - Helena Björk Jónasdóttir, íþróttakennari
 - Hrönn Benediktsdóttir, aðstoðarmaður iðjuþjálfa
 - Íris Eiríksdóttir, jógakennari
 - Sigurlaug Mjöll Jónasdóttir, sjúkraþjálfari
 - Soffía Bæringsdóttir, fjölskyldufræðingur
 - Svava Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 - Valdís Arnardóttir, raddþjálfi og hjúkrunarfræðingur
 
Stjórn Parkinsonsamtakanna
Núverandi stjórn Parkinsonsamtakanna var kosin á aðalfundi 3. apríl 2025.
Stjórnin er skipuð fimm félagsmönnum. Formaður skal kosinn árlega en aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn. Tveir varamenn eru kosnir til eins árs.
- Einar Guttormsson
 - Katrín Bjarney Guðjónsdóttir
 - Magnús Þorkelsson
 - Ólafur Jóhann Borgþórsson
 - Salóme H. Gunnarsdóttir
 
Varastjórn
- Harpa Sigríður Steingrímsdóttir
 - Ævar Pálmi Pálmason
 
Laganefnd
- Ingibjörg Hjartardóttir
 - Reynir Kristinsson
 - Þorsteinn Pálsson
 
Skoðunarmenn reikninga
- Anna María Axelsdóttir
 - Atli Þór Þorvaldsson
 
Stjórn Takts endurhæfingar
- Halldór Þorkelsson, formaður
 - Valgerður Sigurðardóttir
 - Vilborg Jónsdóttir, varamaður
 
Lög Parkinsonsamtakanna
Núgildandi lög Parkinsonsamtakanna voru samþykkt á aðalfundi þann 21. mars 2023.
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sækja lögin á PDF:
Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis (PAN)
															Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis (PAN) var stofnað 1. maí 1987 og starfar sem deild innan Parkinsonsamtakanna. Félagsmenn í PAN eru á svæðinu frá Sauðárkróki til Húsavíkur en félagið heldur uppi fræðslu og félagsstarfi á svæðinu. Hægt er að hafa samband við stjórn með tölvupósti á netfangið: parkinsonfelag@gmail.com.
Samkvæmt lögum Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis er tilgangur félagsins er að sinna hagsmunum félagsmanna og vera málsvari þeirra sem greindir eru með parkinson á svæðinu. Félaginu er einnig ætlað að sinna fræðslu og félagsstarfi fyrir þá sem greindir eru með parkinson og aðstandendur þeirra.
Stjórn Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis:
- Svanborg Svanbergsdóttir, formaður
 - Davíð Hafsteinsson
 - Guðný Helga Guðmundsdóttir
 - Ingi Bjarnar
 - Páll Jóhannesson
 - Bergmundur Stefánsson, varamaður
 - Þorgrímur Sigurðsson, varamaður