Parkinsonsamtökin x Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
laugardaginn 23. ágúst 2025

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið er hafin! Við hvetjum alla sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu með því að hlaupa, ganga eða skokka að skrá sig á Hlaupastyrk og safna áheitum til styrktar starfsemi samtakanna. Félagsmenn, aðstandendur og velunnarar mega endilega hvetja sína nánustu til að hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin – hvort sem það er í skemmtiskokki, 10 km, hálfu eða heilu maraþoni. Skráning í hlaupið er inn á www.rmi.is.

Parkinsonsamtökin verða með þrjá viðburði í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið:

Upphitun fyrir Reykjavíkurmaraþon – lau. 31. maí 

Við byrjum undirbúninginn fyrir Reykjavíkurmaraþonið með skemmtilegum viðburði í Skátalundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði, laugardaginn 31. maí kl. 10:00.

Arnar Pétursson hlaupari og þjálfari heldur fræðsluerindi og leiðir létta æfingu sem hentar öllum. Að æfingu lokinni verður boðið upp á hressingu og Regína Ósk tekur lagið. Viðburðurinn er opinn öllumhlauparar eru sérstaklega boðnir velkomnir og við hvetjum félagamenn og aðstandendur og alla fjölskylduna til að mæta, eiga góða stund saman og sýna hlaupurunum okkar stuðning og þakklæti fyrir þeirra mikilvæga framlag.

Ekki þarf að skrá sig – bara mæta. Hlökkum til að sjá ykkur!

Móttaka fyrir hlaupara í St. Jó – fim. 21 ágúst
Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 16:00 verður móttaka fyrir hlaupara í Lífsgæðasetri St. Jó þar sem við afhendum bol og glaðning þeim sem hlaupa fyrir samtökin. Hlauparar ásamt öllum félagsmönnum og stuðningsaðilum eru hjartanlega velkomnir!

Hvatningarstöð á hlaupadaginn – lau. 23. ágúst
Á sjálfan hlaupadaginn, laugardaginn 23. ágúst, verðum við með hvatningarstöð við Sundlaug Seltjarnarness. Við hvetjum félagsmenn, aðstandendur og vini samtakanna til að fjölmenna og hvetja okkar hlaupara áfram með stuðningi, stemmningu og góðri tónlist! Nánari upplýsingar um tímasetningar koma þegar nær dregur.