Raddæfingar

Hópþjálfun og raddæfingar fyrir þau sem vilja styrkja röddina og læra aðferðir til að viðhalda góðum raddstyrk. Valdís Arnardóttir hjúkrunarfræðingur og raddþjálfi hefur umsjón með raddæfingunum.

Tímarnir fara fram hjá Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. 

Tímarnir eru niðurgreiddir af fullu fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en nauðsynlegt er að skrá sig í hvern tíma í tímatöflunni.

Til að skrá sig í tíma þarf að hafa aðgang að Abler en hægt er að ná í app í símann sem auðveldar skráningar og gefur fólki góða yfirsýn yfir dagskrána. Nánari upplýsingar um Abler má finna hér. Skráning fer líka fram í gegnum síma 552-4440 (móttaka/skrifstofa).