Qigong æfingar hjá Takti

Qi gong æfingar undir leiðsögn Þorvaldar Inga Jónssonar munu hefjast í næstu viku hjá okkur í Takti og verða tvisvar í viku, á miðvikudögum og fimmtudögum kl 14.00 báða dagana. 
 
Æfingarnar byggja á djúpri Qigong öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, í samhljómi við nærandi hugleiðslu. Þær heila og styrkja líkamlegt og andlegt heilbrigði. Í æfingunum er áhersla á brosið og jákvæðni. Við tökumst betur á við erfiðar tilfinningar, s.s. sorg, reiði, stress og ótta. Æfingarnar eru mjög heilandi, opna á orkubrautirnar, losa um spennu, styrkja ónæmiskerfið og alla innri starfsemi líkamans. Við höfum orku til að njóta lífsins enn betur.

Þorvaldur Ingi Jónsson mörg undanfarin ár haldið fjölda Qigong námskeiða og leiðir æfingarnar. Hann hefur undanfarin 13 ár sótt námskeið hjá mörgum Qigong meisturum. Hann er einn höfunda íslensku Qigong bókarinnar, Gunnarsæfingarnar.