Parkinsonkaffi / Kaffi og spil

Parkinsonkaffi er vettvangur fyrir umræðu fyrir fólk með parkinson og aðstandendur þeirra. Það getur verið mikill stuðningur fólginn í því að hitta fólk sem stendur í svipuðum sporum.

Í Parkinsonkaffinu er stundum auglýst stuttir dagskrárliðir eða spilað en stundum er engin auglýst dagskrá, bara notaleg stund þar sem við njótum þess að hittast og spjalla saman.

Parkinsonkaffið er góður vettvangur fyrir nýgreinda til að kynna sér starfsemi Parkinsonsamtakanna.

Engin skráning og aðgangur ókeypis. Verið velkomin!

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Gerast vildarvinur

Vildarvinir Parkinsonsamtakanna eru þeir sem sem kjósa að styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Stakur styrkur

Með stöku framlagi aðstoðar þú okkur við að veita margvíslega þjónustu eins og að efla fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning.

Gerast félagi

Félagsaðild er opin öllum sem hafa áhuga á starfsemi Parkinsonsamtakanna. Með félagsaðild styður þú starfsemi Parkinsonsamtakanna.

FÁÐU RÁÐGJÖF HJÁ FAGFÓLKI

Ráðgjafar okkar veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk með parkinson, parkinsonskylda sjúkdóma og aðstandendur þess.