

Við kynnum með ánægju útgáfu nýs fræðslurits, Máttur næringar í Parkinsonsjúkdómi, sem fjallar um mikilvægi næringar fyrir einstaklinga með Parkinsonsjúkdóm. Í bæklingnum er fjallað um hvernig mataræði getur haft áhrif á einkenni sjúkdómsins og lífsgæði fólks með Parkinson.
Bæklingurinn er skrifaður af Guðlaugu Gísladóttur, næringarfræðingi, sem er á meðfylgjandi mynd. Formáli er eftir Völu Kolbrúnu Pálmadóttur, taugalækni og hönnun ritsins er í höndum Dagnýjar Reykjalín hjá Blek hönnun.
Rafræna útgáfu bæklingsins má nálgast hér:
Einnig er hægt að panta prentað eintak í vefverslun.