Ný stundaskrá hjá Takti
Ný stundaskrá hefur litið dagsins ljós hjá Takti endurhæfingu. Meðal nýjunga í stundaskránni eru fjölbreyttir hreyfitímar sem Helena Björk Jónasdóttir íþróttakennari sér um, en hún hóf nýlega störf hjá Takti.
Þessir tímar eru sérstaklega ætlaðir einstaklingum sem eru á fyrri stigum sjúkdómsins og geta með góðu móti tekið þátt í hópþjálfun. Mikilvægt er að hafa í huga að hreyfitímarnir koma ekki í staðinn fyrir sjúkraþjálfun.
Tímar sem eru stjörnumerktir eru opnir fyrir alla félagsmenn í Parkinsonsamtökunum og það þarf ekki að skrá sig í þjónustu hjá Takti til að mæta í stuðningshópa, kaffi og samsöng. Hins vegar verða allir að skrá sig í tímana til að tryggja sér pláss. Skráning í alla tíma fer fram í Abler eða með því að hringja í s. 552-4440.
Sjúkraþjálfun hjá Takti
Þeir sem þurfa meiri stuðning eða sérhæfðari meðferð geta óskað eftir að komast í sjúkraþjálfun sem mun hefjast aftur í Takti á næstu vikum. Það verður vel auglýst þegar sjúkraþjálfunin opnar aftur.
Skráning
Þeir sem hafa ekki verið í endurhæfingu hjá Takti undanfarið þurfa að byrja á því að skrá sig í endurhæfingu. Í framhaldinu verður haft samband og þér boðið í viðtal þar sem þjónustuþörf verður metin og endurhæfingaáætlun útbúin.