Það var öflugt starf hjá Parkinsonfélagi Akureyrar og nágrennis síðastliðið ár og það sýndi sig vel á vel sóttum aðalfundi félagsins sem haldinn var laugardaginn 8. mars í Glerárkirkju og í beinu streymi í Hlyn, félagsheimili eldri borgara á Húsavík. Rúmlega fimmtíu manns tóku þátt í fundinum.
Arnfríður Aðalsteinsdóttir, formaður, setti fundinn og þakkaði Oddfellow á Akureyri kærlega fyrir myndarlegan styrk til tækjakaupa. Þökk sé þeim hefur félagið nú aðstöðu til að halda fundi bæði á Akureyri og Húsavík, sem eykur aðgengi og samstöðu félagsmanna.
Ný stjórn var kjörin á fundinum:
- Svanborg Svanbergsdóttir, formaður
- Davíð Hafsteinsson
- Guðný Helga Guðmundsdóttir
- Ingi Bjarnar
- Páll Jóhannesson
- Bergmundur Stefánsson, varamaður
- Þorgrímur Sigurðsson, varamaður
Við viljum færa fráfarandi formanni, Arnfríði Aðalsteinsdóttur, innilegar þakkir fyrir hennar frábæra starf á undanförnum árum. Hún hefur með miklum metnaði lagt sitt af mörkum til að efla félagið og skapa góðan grundvöll fyrir áframhaldandi starfsemi.
Við óskum nýrri stjórn til hamingju og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.