Við bjóðum félagsmenn, aðstandendur og alla áhugasama hjartanlega velkomna í notalegt kleinukaffi hjá Parkinsonsamtökunum miðvikudaginn 30. apríl kl. 14 á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum, ekki þarf að skrá sig – bara mæta. Sérstaklega hvetjum við nýja félaga til að mæta og kynna sér starfsemi samtakanna.
Á staðnum verður hægt að fá upplýsingar um Parkinsonsamtökin, endurhæfingu hjá Takti og spjalla við bæði starfsmenn og félagsmenn í vinalegu umhverfi.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Verið hjartanlega velkomin!
