Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 14 bjóðum við til notalegs kleinukaffis hjá Parkinsonsamtökunum á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.
Kleinukaffið er opið öllum – bæði félagsmönnum og þeim sem vilja koma í heimsókn og kynna sér starfsemi samtakanna.
Við bjóðum upp á kaffi, kleinur og gott spjall í hlýlegu andrúmslofti.
Öll eru hjartanlega velkomin!