Jólahlaðborð 27. nóvember kl. 12

Jólahlaðborð Parkinsonsamtakanna verður haldið fimmtudaginn 27. nóvember kl. 12:00 á hádegi á Hótel Kríunesi við Vatnsenda í Kópavogi (sjá kort).

Boðið verður upp á glæsilegt jólahlaðborð, sjá matseðil hér fyrir neðan, ásamt gosdrykkjum, kaffi og tei.

Til að koma okkur í jólaskapið mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila falleg jólalög. Trúbadorinn Ásgeir Kr. mun spila undir og leiða samsöng þar sem við syngjum saman jólalög sem allir kunna og sr. Bolli Pétur Bollason mun flytja jólahugvekju.

Verð er: 8.000 kr. á mann.

Athugið að fjöldi miða er takmarkaður svo það er gott að tryggja sér miða í tæka tíð.

Matseðill

Fordrykkur
· Jólaglögg
· Piparkökur
Súpur
· Jólavillibráðarsúpa Kríuness, nýbakað brauð og jólapestó
· Vegan villisveppasúpa, nýbakað brauð og jólapestó
Forréttir
· Nýbakað jólabrauð (v): rúgbrauð, smjör, jólahummus, pestó
· Jólasíld með eplum
· Karrísíld að hætti kokksins
· Grafinn lax með hunangssinnepssósu
· Reyktur lax með piparrótarsósu
· Sjávarréttasalat
· Grafin rjúpa með rúsínusósu
· Jólakæfa
· Hreindýrapaté með bláberjasultu
· Rauðrófu carpaccio (v)
· Salat hússins (v)
· Kínóa með forsoðnum tómötum (v)
· Bakað grasker með sveppum, döðlum & trönuberjasultu (v)
Aðalréttir
· Purusteik
· Nautavöðvi
· Wellington vegan steik
· Þorskhnakki
· Kalkún
· Hangikjöt kalt
· Köld skinka
Meðlæti
· Grænar baunir (kaldar)
· Heimagert rauðkál með kanil
· Waldorfsalat
· Sellerýrótarsalat (v)
· Rauðvínssósa
· Sveppasósa (v)
· Bernaisesósa
· Uppstúf
· Sulta
· Sætkartöflusalat með pekanhnetum & appelsínum (v)
· Laufabrauð (v)
· Brúnaðar kartöflur (v)
· Rótargrænmeti (v)
· Kartöflugratín
Eftirréttir
· Rice a l´mande með karmellusósu og trönuberjasósu
· Karamellukaka
· Marengskaka með rjóma og berjum
· Súkkulaði mousse
· Ostakaka (v)
· Melónur & vínber (v)
(v) = Vegan