Jóga

Í mjúku jógaflæði er lögð áhersla á rólegar æfingar og góðar teygjur, jafnvægisæfingar ásamt einföldum hugleiðslum og öndunaræfingum.

Mjúkt jógaflæði getur aukið hreyfigetu, liðleika og jafnvægi og hentar flestum og það þarf ekki að hafa neina reynslu af jóga eða hugleiðslu. Tímarnir eru 60 mín og enda á góðri slökun.

Jógatímarnir fara fram í Auganu, jógasal á 4. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

Tímarnir eru niðurgreiddir af fullu fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en nauðsynlegt er að skrá sig í hvern tíma í tímatöflunni.

Til að skrá sig í tíma þarf að hafa aðgang að Abler en hægt er að ná í app í símann sem auðveldar skráningar og gefur fólki góða yfirsýn yfir dagskrána. Nánari upplýsingar um Abler má finna hér. Skráning fer líka fram í gegnum síma 552-4440 (móttaka/skrifstofa).