Hvatningarstöð Parkinsonsamtakanna

Laugardaginn 23. ágúst verðum við með hvatningarstöð á bílastæðinu við Sundlaug Seltjarnarness á Suðurströnd í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið 🏃‍♀️🏃‍♂️

Fyrstu hlaupararnir fara framhjá um kl. 8:45 svo gott er að miða við að mæta ekki seinna en 8:30 til að sleppa við umferðarteppu.

Athugið að hægt er að komast að frá Vestur Nesvegi og til baka um Eiðsgranda, þar sem þessar götur verða í einstefnu á meðan hlaupið stendur yfir.

Á hvatningarstöðinni verður mikil stemning – við bjóðum öllum stuðningsmönnum upp á léttar veitingar, spiluðum tónlist og verðum með uppblásinn sprellikall til að vekja athygli á okkur.

Við hvetjum alla félagsmenn og stuðningsmenn til að mæta, taka þátt í fjörinu og hvetja hlauparana áfram með okkur!

Sjáumst á hvatningarstöðinni 23. ágúst! 🎶👏